Tólin

Google Analytics er ókeypis vefgreiningartól (ein af lausnunum í Google Marketing Platform) og er vinsælasta vefgreiningartólið í heiminum. Með Google Analytics getur þú m.a. fengið upplýsingar um fólkið sem skoðar vefsíðuna þína, hvernig það fann vefinn þinn og hvað það gerir á síðunni þinni – þessi verðmætu gögn geta hjálpað þér með áframhaldandi vefþróun og þína stafrænu markaðssetningu.

Google Search Console er annað ókeypis tól sem vefstjórar og aðrir sem koma að þróun og markaðssetningu á vefsíðunni geta nýtt sér til að hámarka árangur sinn og gera vinnuna sína auðveldari. Með Google Search Console getur þú t.d. fylgst með heilsu vefsíðunnar, greint uppsetninguna á vefnum og séð fyrir hvaða leitarorð (keywords) síðan þín er að birtast. Þessar upplýsingar hjálpa þér með leitarvélabestun (SEO) – auka líkurnar á því að vefsíðan þín birtist ofarlega á Google fyrir leitarorð sem eru mikilvæg fyrir þinn rekstur.

Ávinningur

  • Þú veist hvaða markaðsstarf er að skila árangri
  • Meiri umferð á vefinn þinn (með leitarvélabestun)
  • Þú nærð til rétta fólksins sem hefur áhuga á því sem þú hefur upp á að bjóða
  • Þú lærir að breyta gögnum í verðmæti
  • Þú lærir leiðir til að hámarka árangur vefsíðunnar þinnar

Nánar um námskeiðið

Nemendur

Ég er búinn að kenna þetta námskeið síðan 2014. Á námskeiðið hafa mætt m.a. markaðsstjórar, vefstjórar, verkefnisstjórnar, ráðgjafar, einyrkjar, frumkvöðlar og nemendur. Fólk með vefverslanir, upplýsingavefi, innri vefi, þjónustuvefi, blogg og bókunarvefi. Í bland við yfirferðina á námsefninu eru nemendur duglegir að spyrja spurninga og ég geng á milli til að skoða vefsíðurnar og Google Analytics reikninginn hjá nemendum.

Umsagnir

Það var mjög vel farið yfir efnið og spurningum svarað vandlega. Gott að vera með Google Analytics account svo maður geti prófað allt sem Hannes fór yfir á fyrirlestrinum. Frábært að hafa glærurnar!
Góð yfirferð á helstu atriðum google analytics. Kennarinn bjó yfir djúpri þekkingu og kom efninu mjög vel frá sér.
Kennarinn kunni vel á Google Analytics og maður kom aldrei að tómum kofanum hjá honum.
Viðfangsefni vel útskýrt, Hannes var skýr og skiljanlegur og átti svar við öllum spurningum.
Kennarinn fór mjög vel í efnið og gat svarað öllum fyrirspurnum af miklum sóma.
Flott kennsla - ítarlegt - flott námsgögn.
Markvisst, skilvirkt og skýr framsetning.
Google results for analytics

Næstu námskeið

Ég held reglulega námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands þar sem ég fer yfir Google Analytics, Google Search Console, leitarvélabestun (SEO), vefþróun, notendaupplifun (UX), efnismarkaðssetningu (Content Marketing), textasmíð (Copywriting), sölubestun (Conversion Rate Optimization) og annað tengt stafrænni markaðssetningu.

Næstu námskeið eru á dagskrá

Nánar hér
Hannes Agnarsson Johnson

Um kennarann

Ég heiti Hannes Agnarsson Johnson og hef unnið við vefþróun og stafræna markaðssetningu m.a. fyrir TM Software, Tempo, Plain Vanilla, TripCreator og núna CCP. Ég hef verið að búa til vefsíður og greina vefumferð nokkurn veginn síðan ég kynntist fyrst Internetinu árið 1996. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Opna háskólanum.

Meira um mig